fbpx
Föstudagur 05.september 2025
433Sport

Furðuleg kenning um andlát fræga fólksins fer á flug á ný eftir að Armani féll frá

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 5. september 2025 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Knattspyrnuáhugamenn um allan heim telja að „bölvun“ Aaron Ramsey hafi mögulega látið á sér kræla á ný. Aðeins fáum dögum eftir að hann skoraði sitt fyrsta mark fyrir nýja félagið sitt, UNAM Pumas í Mexíkó.

Ramsey, sem er 34 ára, gekk óvænt til liðs við lið í efstu deild Mexíkó í júlí og lék sinn fyrsta leik í ágúst. Viku síðar tryggði hann liðinu dramatískan sigur gegn Atlas Guadalajara með marki í uppbótartíma.

En eftir markið hafa stuðningsmenn rifjað upp hina illræmdu Ramsey-bölvun. Kenningin segir að í hvert sinn sem Ramsey skorar, látist einhver frægur einstaklingur skömmu síðar.

Að þessu sinni tengja stuðningsmenn mark Ramsey við andlát tískugoðsagnarinnar Giorgio Armani, sem tilkynnt var um á fimmtudaginn, en hann lést 91 árs að aldri.

Þetta væri ekki í fyrsta sinn sem slíkt samhengi er dregið upp:

Í maí 2011 skoraði Ramsey fyrir Arsenal gegn Manchester United, aðeins nokkrum dögum áður en Osama bin Laden, leiðtogi Al-Qaeda, var felldur.

Sama ár skoraði hann gegn Tottenham og Steve Jobs, stofnandi Apple, lést stuttu síðar.

Nöfn á borð við Whitney Houston, Paul Walker, Robin Williams, David Bowie, Alan Rickman, Stephen Hawking, Bruce Forsyth, June Brown og Olivia Newton-John hafa öll verið tengd Ramsey-mörkum í gegnum tíðina.

Ramsey, sem áður lék með Arsenal, Juventus og Cardiff, samdi við UNAM Pumas til eins árs og er nú aftur orðinn leikfær eftir að hafa verið frá vegna meiðsla í læri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Sigurður Þór ráðinn þjálfari Fylkis til næstu ára

Sigurður Þór ráðinn þjálfari Fylkis til næstu ára
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Vandræðalegur þegar hann var spurður út í lagið um fyrrverandi kærustuna

Vandræðalegur þegar hann var spurður út í lagið um fyrrverandi kærustuna