Jamie Carragher hefur bent á það sem hann telur vera vandamál hjá Alejandro Garnacho, eftir að hinn 21 árs gamli kantmaður gekk í raðir Chelsea frá Manchester United fyrir 40 milljónir punda um helgina.
Garnacho fékk þau skilaboð í vor að hann mætti fara frá United og vildi bara fara til Chelsea.
Garnacho var ekki með leikheimild gegn Fulham og sat í stúkunni en það var þar sem hann fór í taugarnar á Carragher.
„Vitið þið hvað ég þoli ekki?“ byrjaði Carragher á að segja.
„Sáuð þið leikinn gegn Fulham? Þegar myndavélarnar sýna leikmenn í stúkunni sem eru í símanum á meðan leikurinn er í gangi? Ég get ekki skilið svona.“
„Það er ekki bara Garnacho, en þetta pirrar mig alveg rosalega. Þess vegna er þetta held ég að þetta séu misheppnuð kaup, bara fyrir það að vera í símanum á meðan mikilvægur leikur er í gangi hjá nýja félaginu sínu.“