Manchester United vonast til þess að selja Andre Onana markvörð liðsins á næstu dögum, nokkur áhugi er á kappanum.
Onana er orðinn varaskeifa hjá United en Altay Bayındır hafði tekið stöðu hans í marki United og nú var félagið að kaupa Senne Lammens frá Belgíu.
Búið er að loka flestum félagaskiptagluggum en það er enn opið í Tyrklandi og í Sádí Arabíu.
Talað er um að nokkur áhugi sé frá Sádi Arabíu á markverðinum sem er 29 ára gamall og kemur frá Kamerún.
Onana hefur verið í rúm tvö ár hjá United og mörg mistök hans innan vallar urðu til þess að Amorim vildi breytingar.