Þorkell Máni Pétursson, stjórnarmaður hjá KSÍ, neitar að trúa því að ríkisstjórnin ætli að byggja viðbyggingu við Þjóðleikhúsið fyrir fleiri milljarða áður en farið verður í að byggja upp nýjan Laugardalsvöll.
KSÍ hefur lengi beðið eftir því að fá nýjan völl og að byggðar verði stúkur til að loka vellinum.
„Völlurinn er fokking leiðinlegur, það er lengi verið að koma fólki inn og þröngir gangar. Við erum að skoða hvernig við getum lagað upplifunina á vellinum, þetta er ekkert sérstaklega sniðugt hvernig þetta er byggt,“ segir Máni í hlaðvarpsþættinum Þungavigtinni.
Máni er vongóður um að framkvæmdir fari af stað á allra næstu árum. „Ég ætla að segja það að þetta á að gerast á næstu þremur árum, við erum klárir í samtal við stjórnvöld um að finna peningana,“ sagði Máni einnig.
Máni segist átta sig því að ríkissjóður Íslands sé ekki botnlaus kista af peningum, það séu mál sem þurfa að vera í forgangi.
„Ég ætla að segja fyrir mitt leyti, ég get alveg skilið það að við erum með fullt af börnum á biðlista hjá BUGL, okkur vantar fleiri heilbrigðisstarfsmenn og meira í löggæslu. Ég get skilið það og við séum ekki í forgangi gagnvart þessu, það skilja það allir hjá KSÍ.“
Máni mun hins vegar ekki taka það í sátt ríkið fari í það að byggja nýja byggingu við Þjóðleikhúsið fyrir fleiri milljarða.
„Þegar ég sé að við ætlum að gera viðbyggingu við þjóðleikhúsið fyrir fleiri milljarða, sama og það kostar að klára Laugardalsvöll. Það er enginn að koma til Íslands til að skoða nýtt Þjóðleikhús, það er enginn að kvarta yfir því að Þjóðleikhúsið sé hræðilegt.“
„Ef niðurstaðan er sú að það á að klára nýja viðbyggingu við Þjóðleikhús á undan Laugardalsvelli sem við sem þjóð getum skammast okkur fyrir það. Ég persónulega gæti hugsað mér að kveikja í þessari nýbyggingu ef þetta kemur upp á undan Laugardalsvelli. Ég þora ekki að taka á því fyrr en það gerist, ég verð orðlaus,“ sagði Máni einnig í Þungavigtinni.