fbpx
Fimmtudagur 04.september 2025
433Sport

Skemmtilegt augnablik á blaðamannafundi dagsins – „Þú átt eftir að skora fyrir mig“

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 4. september 2025 15:30

Frá fundinum í dag.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hákon Arnar Haraldsson mun bera fyrirliðabandið hjá íslenska landsliðinu í fjarveru Orra Steins Óskarssonar í komandi leikjum í undankeppni HM. Hann kemur fullur sjálfstrausts inn í leikina eftir góða byrjun á tímabilinu með stórliði Lille í Frakklandi.

Hákon er á sínu þriðja tímabili með stórliði Lille. Hefur hann skorað tvö mörk í fyrstu þremur umferðum frönsku úrvalsdeildarinnar og er lykilmaður hjá sínu liði.

„Það hefur byrjað mjög vel hjá mér og liðinu. Ég er búinn að skora óvenju mikið svo ég er mjög spenntur og klár í slaginn,“ sagði Hákon á blaðamannafundi fyrir leik Íslands gegn Aserbaísjan á morgun.

„Þú átt eftir að skora fyrir mig,“ skaut Arnar Gunnlaugsson landsliðsþjálfari þá inn í og uppskar hlátur í salnum. „Það kemur á morgun,“ lofaði Hákon þá.

Ísland mætir sem fyrr segir Aserbaísjan á morgun og fer sá leikur fram hér heima. Liðið heimsækir svo Frakka í leik númer tvö á þriðjudag. Má búast við að hann verði öllu erfiðari.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Antony segist hafa hafnað einu stærsta félagi Evrópu á lokadögum gluggans

Antony segist hafa hafnað einu stærsta félagi Evrópu á lokadögum gluggans
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Emi Martinez rýfur þögnina eftir að United hætti við að kaupa hann

Emi Martinez rýfur þögnina eftir að United hætti við að kaupa hann
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

United reynir að losna við Onana á næstu dögum

United reynir að losna við Onana á næstu dögum
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Real Madrid ætlar að blanda sér í baráttuna um Guehi

Real Madrid ætlar að blanda sér í baráttuna um Guehi
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Draumalið samningslausra leikmanna – Margir góðir bitar

Draumalið samningslausra leikmanna – Margir góðir bitar
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Arnar sendir sneið á sérfræðinga – „Þetta er bara bull í raun og veru“

Arnar sendir sneið á sérfræðinga – „Þetta er bara bull í raun og veru“
433Sport
Í gær

Enn einn Guðjohnsen í landsliðinu – „Þetta er bróðir minn og ég vil allt það besta fyrir hann“

Enn einn Guðjohnsen í landsliðinu – „Þetta er bróðir minn og ég vil allt það besta fyrir hann“
433Sport
Í gær

Jón Dagur: „Þetta er í raun ekki boðlegt“

Jón Dagur: „Þetta er í raun ekki boðlegt“