Tottenham Hotspur hefur tilkynnt að Daniel Levy hafi í dag stigið til hliðar sem framkvæmdastjóri og stjórnarformaður félagsins eftir tæplega 25 ára starf.
Undanfarin 25 ár hefur félagið tekið stakkaskiptum undir stjórn Levy. Tottenham hefur tekið þátt í Evrópukeppnum í 18 af síðustu 20 tímabilum og fest sig í sessi sem eitt þekktasta knattspyrnufélag heims.
Félagið hefur lagt áherslu á að fjárfesta í yngri flokkum, leikmannahópnum og aðstöðu, þar á meðal nýjum heimavelli í heimsklassa og fyrsta flokks æfingasvæði.
Sem hluta af breytingum hjá félaginu hefur Tottenham breytt nokkru síðustu mánuði. Vinai Venkatesham hefur verið ráðinn sem framkvæmdastjóri (CEO), Thomas Frank sem nýr þjálfari karlaliðsins og Martin Ho sem þjálfari kvennaliðsins. Þá mun Peter Charrington taka við nýju hlutverki sem stjórnarformaður félagsins en ekki í fullu starfi.
„Ég er ótrúlega stoltur af því starfi sem ég hef unnið með stjórnendateyminu og öllum starfsmönnum okkar. Við höfum byggt þetta félag upp sem alþjóðlegt stórveldi sem keppir á hæsta stigi,“ segir Levy.
„Ég var svo heppinn að vinna með mikið af hæfileikaríkasta fólkinu í fótboltanum.“