Markvörður Aston Villa, Emiliano Martínez, hefur rofið þögnina eftir að fyrirhuguð draumaskipti hans til Manchester United gekk ekki upp á lokadegi félagaskiptagluggans.
Manchester United voru virkir á markaðnum en samningar við Martínez náðust ekki áður en glugginn lokaði, þrátt fyrir mikinn áhuga beggja aðila.
Skipti til Old Trafford var sögð draumur fyrir Martínez, en nú er hann kominn í nokkuð viðkvæma stöðu hjá Aston Villa, þar sem margir stuðningsmenn eru ósáttir við áhuga hans á að yfirgefa félagið.
Martínez hefur þó ekki tjáð sig beint um málið heldur látið tilfinningar sínar í ljós með mynd og stuttri setningu á samfélagsmiðlum. Hann birti mynd af sér brosandi á æfingu með argentínska landsliðinu og skrifaði einfaldlega:
„Feliz“ – sem þýðir „Hamingjusamur“.
Martínez er nú í landsliðsverkefni með Argentínu, þar sem hann virðist einbeita sér að fótboltanum þrátt fyrir óróa á félagsliðsvettvangi.
View this post on Instagram