Gianluigi Donnarumma er orðinn nýjasti leikmaður Manchester City eftir að hann gekk til liðs við félagið á lokadegi félagaskiptagluggan og með honum kemur nýjasta WAG-stjarna ensku úrvalsdeildarinnar.
Donnarumma, 26 ára markvörður ítalska landsliðsins, yfirgaf Paris Saint-Germain eftir að hafa fallið í ónáð og var keyptur til Manchester City fyrir um 26 milljónir punda. Hann gæti orðið nýr aðalmarkvörður Pep Guardiola, en framtíð James Trafford virðist óviss.
Með Donnarumma til Manchester flytur kærasta hans, hin glæsilega Alessia Elefante, sem hefur verið með honum síðan árið 2017 þegar hann lék enn með AC Milan á Ítalíu.
Alessia, sem er fædd og uppalin í Napólí, nýtur vinsældu á samfélagsmiðlum og gæti orðið fastagestur á forsíðum slúðurblaða og fótboltamiðla á Englandi.
Parið hefur haldið einkalífi sínu að mestu utan sviðsljóssins í gegnum árin, en með flutningnum til Manchester gæti það breyst enda er Alessia nú á forsíðum enskra blaða.