Liverpool tapaði öðrum leik sínum í röð er liðið tapaði gegn Galatasaray í Meistaradeildinni í kvöld.
Leikurinn fór fram í Tyrklandi og skoraði Victor Osimhen eina markið af vítapunktinum eftir um stundarfjórðung. Bæði lið eru með þrjú stig eftir tvo leiki.
Chelsea vann þá 1-0 sigur á Benfica í endurkomu Jose Mourinho á Stamford Bridge. Eina markið var sjálfsmark Richard Rios.
Tottenham var nálægt því að tapa gegn Bodo/Glimt í Noregi, en jafnaði í restina. Hér að neðan eru öll úrslit kvöldsins.
Atletico Madrid 5-1 Frankfurt
Bodo/Glimt 2-2 Tottenham
Chelsea 1-0 Benfica
Galatasaray 1-0 Liverpool
Inter 3-0 Slavia Prag
Marseille 4-0 Ajax
Pafos 1-5 Bayern