fbpx
Þriðjudagur 30.september 2025
433Sport

Heimir hverfur á braut

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 30. september 2025 19:21

Mynd: DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Knattspyrnudeild FH og Heimir Guðjónsson hafa komist að samkomulagi um að Heimir láti af störfum í lok keppnistímabilsins, þegar samningur hans rennur út. Þessi tíðindi hafa í raun legið í loftinu en eru nú staðfest af FH.

Heimir tók við FH á ný fyrir tímabilið 2023, þegar liðið var í miklum vandræðum og fallbaráttu árið áður. Hefur hann skilað liðinu í efri hluta Bestu deildar karla þrjú ár í röð.

Heimir náði svo auðvitað frábærum árangri með FH á árum árum og gerði liðið til að mynda að Íslandsmeistara sex sinnum.

Tilkynning FH
Knattspyrnudeild FH og Heimir Guðjónsson hafa komist að samkomulagi um að Heimir láti af störfum í lok keppnistímabilsins, þegar samningur hans rennur út.

Heimir tók við þjálfun FH á ný eftir erfitt tímabil árið 2022 og fékk það verkefni að koma á stöðugleika hjá félaginu. Undir hans stjórn hefur liðið síðustu þrjú ár tryggt sér sæti í efri hluta deildarinnar, í samræmi við markmið félagsins.

Ferill Heimis hjá Fimleikafélaginu er einstakur. Hann hefur bæði sem leikmaður og þjálfari markað djúp spor í sögu FH og á hann svo sannarlega heiðurinn af fjölmörgum af stærstu augnablikum félagsins. Hann er einn af sönnum Risum FH.

Félagið vill þakka Heimi fyrir ómetanlegt framlag og einstakt samstarf í rúm 25 ár. Við óskum honum velfarnaðar og hamingju á nýjum vígstöðvum – og vitum að hann á alltaf heima í Kaplakrika.

#TakkHeimir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Lætur stór orð falla – „Hefði orðið stærsti skandall í heiminum ef Stjarnan hefði orðið Íslandsmeistari“

Lætur stór orð falla – „Hefði orðið stærsti skandall í heiminum ef Stjarnan hefði orðið Íslandsmeistari“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Hefur verulegar áhyggjur af stöðu Wirtz á Anfield – „Ég sé ekki hvar hann passar inn í þetta lið“

Hefur verulegar áhyggjur af stöðu Wirtz á Anfield – „Ég sé ekki hvar hann passar inn í þetta lið“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Carraghar ekkert að skafa af því – Segir United að reka Amorim sem allra fyrst

Carraghar ekkert að skafa af því – Segir United að reka Amorim sem allra fyrst
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Mourinho mættur á Brúnna og er brattur – „Ég er sá stærsti“

Mourinho mættur á Brúnna og er brattur – „Ég er sá stærsti“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Skoðar að taka stóru seðlana í Sádí Arabíu næsta sumar

Skoðar að taka stóru seðlana í Sádí Arabíu næsta sumar
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

United sagt vilja öflugan framherja í janúar

United sagt vilja öflugan framherja í janúar
433Sport
Í gær

Hjón tóku ólátabelg í fóstur: Allt lék í lyndi en svo fór eiginkonan í helgarferð – Mikil drykkja og svakaleg læti úr svefnherberginu

Hjón tóku ólátabelg í fóstur: Allt lék í lyndi en svo fór eiginkonan í helgarferð – Mikil drykkja og svakaleg læti úr svefnherberginu
433Sport
Í gær

Enn einn ný nálgun hjá Arteta: Vill orrustuflugmann til starfa – „Ef þú segir of mikið, þá ert þú dauður“

Enn einn ný nálgun hjá Arteta: Vill orrustuflugmann til starfa – „Ef þú segir of mikið, þá ert þú dauður“