fbpx
Þriðjudagur 30.september 2025
433Sport

Hafnfirðingar ausa úr skálum reiði sinnar eftir tilkynningu kvöldsins – „Hvað eruði að spá?“

433
Þriðjudaginn 30. september 2025 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

FH staðfesti í kvöld að félagið hafi komist að samkomulagi við Heimi Guðjónsson, þjálfara karlaliðsins, um að hann myndi láta af störfum eftir tímabilið. Þetta hefur farið ofan í marga stuðningsmenn miðað við viðbrögð á samfélagsmiðlum.

Heimir tók við FH á ný fyrir tímabilið 2023, þegar liðið var í miklum vandræðum og fallbaráttu árið áður. Hefur hann skilað liðinu í efri hluta Bestu deildar karla þrjú ár í röð. Heimir náði svo auðvitað frábærum árangri með FH á árum árum og gerði liðið til að mynda að Íslandsmeistara sex sinnum.

Það er ljóst að margir FH-ingar hefðu viljað halda Heimi áfram, eins og þegar hann var látinn fara frá félaginu eftir tímabilið 2017. Gagnrýni stuðningsmanna í kvöld kemur í kjölfar þess að Magnús Haukur Harðarson setti út á stjórnarhætti félagsins í Innkastinu á Fótbolta.net.

„Mér finnst það vera ömurleg vinnubrögð að ekki sé búið að tilkynna Heimi að hann verði ekki áfram með liðið. Mér finnst félagið oft koma illa fram við FH-inga og Heimir er FH-ingur í dag. Mér finnst hann eiga betra skilið,“ sagði Magnús, sem heldur með FH, í þættinum. Kom hann út í gær, þegar háværar sögusagnir voru farnar af stað um að Heimir fengi ekki áframhaldandi samning en ekkert hafði verið staðfest.

Margir stuðningsmenn lýsa ósætti við ákvörðun félagsins undir tilkynningunni um að Heimir væri að hverfa á braut í kvöld.

„Takk heldur betur Heimir fyrir að koma FH á kortið aftur eftir hörmungar ár, þvílíkur höfðingi. Á sama tíma er ekki annað hægt en að segja sína skoðun á því að manni finnst þetta skelfileg ákvörðun og maður bara vonar að knd FH sé ekki að endurtaka sömu mistökin,“ skrifar Árni Rúnar.

„Takk Heimir Guðjons – ég er bara virkilega leiður yfir þessu svo vægt sé til orða tekið. Það er bara einn kóngur í Krikanum og nú er hann farinn aftur!“ skrifar Ófeigur Friðriksson.

Fleiri tóku til máls. „Skil ekki þessa ákvörðun, veit ekki hvaða „bitar“ eiga að geta gert betur. Takk fyrir allt Heimir,“ skrifar Helgi Lund og Gummi Guðmundsson skrifar: „Ekki myndi ég nenna að vinna fyrir svona stjórn.“

„Hvað eruð þið að spá?“ spyr Árni Freyr þá einfaldlega.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Vilja fá Klopp til Sádí Arabíu núna – Ummæli hans gefa þó ekki mikla von

Vilja fá Klopp til Sádí Arabíu núna – Ummæli hans gefa þó ekki mikla von
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Jón Þór keyrir til Ísafjarðar og ætlar að bretta upp ermar – „Ég hefði sennilega ekki gert þetta fyrir neinn annan“

Jón Þór keyrir til Ísafjarðar og ætlar að bretta upp ermar – „Ég hefði sennilega ekki gert þetta fyrir neinn annan“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Þessar skiptingar Amorim í hverjum leik að gera alla brjálaða

Þessar skiptingar Amorim í hverjum leik að gera alla brjálaða
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Leikmenn Liverpool lítið sofið í nótt – Sjáðu flugeldasýninguna fyrir utan hótel liðsins

Leikmenn Liverpool lítið sofið í nótt – Sjáðu flugeldasýninguna fyrir utan hótel liðsins