fbpx
Þriðjudagur 30.september 2025
433Sport

Gagnrýndi enska dómara harðlega eftir gult spjald í gær

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 30. september 2025 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kiernan Dewsbury-Hall, miðjumaður Everton, hefur lýst yfir mikilli óánægju eftir að hann fékk eins leiks bann vegna fimm gulra spjalda í fyrstu sex umferðum tímabilsins.

Þessi 27 ára gamli Englendingur, sem kom í sumar frá Chelsea fyrir 29 milljónir punda, hefur verið fastamaður í liði Everton og leikið allar mínútur í deildinni hingað til. Hann verður þó ekki með þegar liðið mætir Crystal Palace á sunnudag.

Dewsbury-Hall fékk sitt fimmta gula spjald í 1-1 jafntefli gegn West Ham fyrir brot á Kyle Walker-Peters. Hann virtist þó ná í boltann og var ósáttur með ákvörðunina. David Moyes, stjóri ákvörðun, gagnrýndi spjaldið einnig.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem gult spjald á Dewsbury-Hall vekur athygli. Í nágrannaslagnum gegn Liverpool fékk hann umdeilt gult spjald fyrir að taka aukaspyrnu fljótt, sem vakti hörð viðbrögð frá samherja hans, Jack Grealish. „Ég hef aldrei á ævinni séð leikmann fá gult spjald fyrir að taka hraða aukaspyrnu,“ sagði Grealish.

Dewsbury-Hall er fyrsti leikmaður úrvalsdeildarinnar í vetur til að fá leikbann fyrir fimm gul spjöld og tjáði sig á samfélagsmiðlum eftir leikinn við West Ham.

„Fyrirgefið ef ég hef rangt fyrir mér, og það gæti vel verið, en sumum af þessum ákvörðunum er svo erfitt að kyngja. Ótrúlegt,“ skrifaði hann á X.

Everton situr í 9. sæti deildarinnar með átta stig eftir sex leiki, tvö jafntefli, tvo sigra og tvö töp.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Ralf Rangnick leggur til að United ráði þennan fyrir Amorim

Ralf Rangnick leggur til að United ráði þennan fyrir Amorim
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Telur það einföldun að ræða svona um stöðuna á Hlíðarenda – „Ég er að benda á það er útskýring á þessu“

Telur það einföldun að ræða svona um stöðuna á Hlíðarenda – „Ég er að benda á það er útskýring á þessu“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Lést aðeins 19 ára um helgina – Fékk höfuðhögg og fór í hjartastopp í kjölfarið

Lést aðeins 19 ára um helgina – Fékk höfuðhögg og fór í hjartastopp í kjölfarið
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Spáir fyrir um framtíð Gerrard og telur að þetta gæti hentað öllum

Spáir fyrir um framtíð Gerrard og telur að þetta gæti hentað öllum
433Sport
Í gær

Lést fyrir helgi og upplýsa um dánarorsök

Lést fyrir helgi og upplýsa um dánarorsök
433Sport
Í gær

Davíð Smári mjög óvænt hættur með Vestra – Klárar ekki tímabilið

Davíð Smári mjög óvænt hættur með Vestra – Klárar ekki tímabilið