Belgíska félagið Gent hefur ákveðið að láta Arnar Þór Viðarsson, fyrrum landsliðsþjálfari Íslands, fara úr starfi íþróttastjóra vegna skipulagsbreytinga.
Í yfirlýsingu frá félaginu segir að Arnar hafi sýnt mikla fagmennsku í starfi sínu:
„Félagið vill þakka Arnari sérstaklega fyrir hans vinnu og skuldbindingu, bæði sem íþróttastjóri og áður sem þjálfari unglingaliðs Gent,“ segir þar.
Gent gerði á dögunum breytingar á skipulagi sínu og var þá leitað að hentugu hlutverki fyrir Arnar innan sinna raða. Eftir frekara mat var hins vegar ákveðið að slíta samstarfinu.