Gigio Donnarumma markvörður Manchester City er sagður hafa hafnað því að ganga í raðir Manchester United, sagt er að grannar City hafi lengi beðið eftir ítalska markverðinum.
Það var vitað að Donnarumma væri á förum frá PSG og var City lengi að láta til skara skríða, félagið vildi selja Ederson fyrst.
Enskir miðlar segja að United hafi reynt að ýta við Donnarumma en án árangurs. Ítalski markvörðurinn vildi ekki fara í lið sem er ekki í Meistaradeild Evrópu.
United er sagt hafa ákveðið að bíða til síðasta dags en þá var félaginu ljóst að Donnarumma kæmi ekki og fór United að kaupa Senne Lammens frá Belgíu.
„Ég vildi bara fara til City, þeir vildu mig og ég fékk mikið traust frá Pep Guardiola,“ sagði ítalski markvörðurinn.
„Pep vildi fá mig og ég er stoltur af því, ég er svo sáttur með að fara í svona stórt félag.“