Erik ten Hag fyrrum stjóri Manchester United og Bayer Leverkusen hefur verið rekinn í tvígang á síðustu tíu mánuðum.
Í nóvember í fyrra var Ten Hag rekinn frá United og í þessari viku var hann rekinn frá Bayer Leverkusen.
Ten Hag var rekinn úr starfi í Þýskalandi eftir þrjá leiki í starfi og var það ansi óvænt.
En nú er sagt frá því að Ten Hag og hans nánustu aðstoðarmenn hafa fengið 28,1 milljón evra fyrir það að vera reknir í tvígang.
Ten Hag er með aðstoðarmenn sem hann tók með sér frá United til Þýskalands, þeir eru nú allir atvinnulausir en þeir deila með sér 4 milljörðum eftir að hafa verið reknir í tvígang.