Eins og margir vita var nýtt hybrid-gras lagt á Laugardalsvöll fyrr á árinu og kemur það ansi vel út. Fær grasið toppeinkunn frá leikmönnum.
Íslenska kvennalandsliðið hefur þegar spilað heimaleik eftir að grasið var lagt. Þá var leikið til bikarúrslita í karla- og kvennaflokki þar einnig en karlalandsliðið spilar í fyrsta sinn á nýja grasinu gegn Aserbaídsjan í undankeppni HM á föstudag.
Liðið hefur æft þar undanfarna daga og fær grasið toppeinkunn frá atvinnumönnum sem eru góðu vanir.
„Hann er frábær, þetta er topp, toppgras. Þegar völlurinn er svona glænýr er teigurinn líka í toppstandi. Hann er nefnilega oft soldið notaður svo það er frábært,“ sagði Elías Már Ólafsson, markvörður Midtjylland.
„Hann er geggjaður. Það kom mér á óvart hvað hann var fáránlega góður. Það verður allavega ekki hægt að kvarta undan honum,“ sagði Gísli Gottskálk Þórðarson.