fbpx
Fimmtudagur 04.september 2025
433Sport

Postecoglou með tvö spennandi tilboð á borðinu

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 3. september 2025 22:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ange Postecoglou gæti verið á leið aftur í þjálfun aðeins nokkrum mánuðum eftir að hann var látinn fara frá Tottenham, samkvæmt nýjustu fregnum .

Ástralinn leiddi Spurs til sigurs í Evrópudeildinni á móti Manchester United, en var engu að síður látinn fara í sumar. Thomas Frank, sem stýrði áður Brentford, tók við starfi hjá Tottenham í kjölfarið.

Nú er talið líklegt að Postecoglou taki við nýju starfi eftir landsleikjahléið.

Samkvæmt heimildum ítalska blaðamannsins Fabrizio Romano hefur Bayer Leverkusen áhuga á að ráða hann, en félagið sagði nýverið upp samningi við Erik ten Hag eftir aðeins tvo leiki í þýsku úrvalsdeildinni.

Ten Hag, sem áður stýrði Manchester United, tapaði fyrsta leik sínum á heimavelli og kastaði síðan frá sér tveggja marka forskoti í jafntefli í öðrum leiknum sem varð til þess að Leverkusen leitaði að nýjum þjálfara.

Postecoglou virðist þó hafa fleiri valkosti. Fenerbahce í Tyrklandi er einnig sagt hafa áhuga eftir að Jose Mourinho var rekinn úr starfi þar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Guðlaugur Victor brattur í bongó blíðu – „Ég ætla að fullyrða það“

Guðlaugur Victor brattur í bongó blíðu – „Ég ætla að fullyrða það“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Íþróttavikan að fara af stað á ný með pompi og prakt

Íþróttavikan að fara af stað á ný með pompi og prakt
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Annar leikmaður City gæti farið sömu leið

Annar leikmaður City gæti farið sömu leið
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Strákarnir lofsyngja „nýja“ Laugardalsvöll

Strákarnir lofsyngja „nýja“ Laugardalsvöll
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Birkir verður heiðraður á föstudag

Birkir verður heiðraður á föstudag
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

KSÍ í þjálfaraleit

KSÍ í þjálfaraleit