fbpx
Miðvikudagur 03.september 2025
433Sport

Nýliðarnir tóku ekki sénsinn á nýjum markverði United

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 3. september 2025 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýliðar Leeds og Sunderland í ensku úrvalsdeildinni skoðuðu þann möguleika að sækja Senne Lammens í markið fyrir leiktíðina en ákváðu að aðhafast ekki vegna verðmiðanns og ótta við að hann hefði ekki það sem til þarf í bestu deild heims.

Daily Mail fjallar um þetta, en Lammens var keyptur til Manchester United á lokadegi félagaskiptagluggans í fyrradag. Kom hann frá belgíska félaginu Royal Antwerp á um 22 milljónir punda.

Lammens er 23 ára og hefur spilað fyrir öll unglingalandslið Belga. Hann þykir spennandi markvörður en fannst bæði Leeds og Sunderland of mikil áhætta að borga meira en 20 milljónir punda fyrir hann miðað við hversu óskrifað blað hann er.

United hefur verið í markvarðakrísu undanfarin tímabil. Andre Onana hefur alls ekki heillað undanfarin tvö ár og ekki hefur Altay Bayindir, sem hefur staðið í markinu í upphafi tímabils, heldur þótt gera vel.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Eiður Smári segir kostulega sögu af Auðunni Blöndal í New York – „Mig langaði að hverfa“

Eiður Smári segir kostulega sögu af Auðunni Blöndal í New York – „Mig langaði að hverfa“
433Sport
Í gær

Guðjohnsen bræður sameinuðust í Laugardalnum í gær

Guðjohnsen bræður sameinuðust í Laugardalnum í gær
Sport
Í gær

Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en verður ekki dæmt úr leik

Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en verður ekki dæmt úr leik
433Sport
Í gær

Geir stakk niður penna eftir fréttirnar um Birki í gær – „Það eitt og sér er glæsilegur vitnisburður“

Geir stakk niður penna eftir fréttirnar um Birki í gær – „Það eitt og sér er glæsilegur vitnisburður“