fbpx
Miðvikudagur 03.september 2025
433Sport

Mo Salah veður í stuðningsmenn Liverpool sem settu inn umdeilda færslu

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 3. september 2025 20:00

Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mohamed Salah, sóknarmaður Liverpool, hefur brugðist við umdeildri færslu á samfélagsmiðlinum X (áður Twitter), þar sem stuðningsmannasíða taldi að félagið hefði gert „mestu bætingu í sögu fótboltans“ með kaupum á nýjum sóknarmönnum.

Aðgangurinn Anfield Edition, vinsæl stuðningsmannasíða, birti færslu þar sem því var haldið fram að kaup á Florian Wirtz og Alexander Isak fyrir samtals 241 milljón punda væru mikil uppfærsla miðað við Luis Díaz og Darwin Núñez sem seldir voru í sumar. Báru þeir númerin sem Wirtz og Isak tóku við.

Salah, sem hefur verið lykilmaður hjá Liverpool í mörg ár, tók ekki vel í þá framsetningu sérstaklega þar sem Díaz og Núñez spiluðu lykilhlutverk í því að tryggja Arne Slot og liðinu enska meistaratitilinn á síðustu leiktíð.

Hann svaraði beint með því að endurbirta færsluna og bæta við: „Hvernig væri að við fögnum þessum frábæru nýju leikmönnum án þess að vanvirða Englandsmeistarana?,“ sagði Salah

Ummæli Salahs vöktu mikla athygli á samfélagsmiðlum og margir stuðningsmenn tóku undir með honum um að slíkur samanburður væri bæði ósanngjarn og óþarfur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Guðlaugur Victor brattur í bongó blíðu – „Ég ætla að fullyrða það“

Guðlaugur Victor brattur í bongó blíðu – „Ég ætla að fullyrða það“
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Íþróttavikan að fara af stað á ný með pompi og prakt

Íþróttavikan að fara af stað á ný með pompi og prakt
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Annar leikmaður City gæti farið sömu leið

Annar leikmaður City gæti farið sömu leið
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Strákarnir lofsyngja „nýja“ Laugardalsvöll

Strákarnir lofsyngja „nýja“ Laugardalsvöll
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Birkir verður heiðraður á föstudag

Birkir verður heiðraður á föstudag
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

KSÍ í þjálfaraleit

KSÍ í þjálfaraleit