Senne Lammens nýr markvörður Manchester United mætti á svæðið á mánudag og skrifaði undir og er formlega orðinn leikmaður félagsins.
United keypti markvörðinn frá Antwerp í Belgíu þar sem hann hafði staðið sig vel.
Lammens birti mynd af sér á Old Trafford með umboðsmanni sínum en margir stuðningsmenn United fengu nett áfall þegar sú mynd birtist.
Umboðsmaðurinn er nefnilega ansi líkur Erik ten Hag fyrrum stjóra liðsins, sá var rekinn úr starfi hjá félaginu í nóvember.
Myndina umtöluðu má sjá hér að neðan.