Miðvörðurinn var búinn að skrifa undir fimm ára samning á Anfield á lokadegi félagaskiptagluggans þegar Palace hætti við 35 milljóna punda sölu. Oliver Glasner knattspyrnustjóri setti pressu á stjórnina að selja ekki og er sagður hafa hótað því að hætta ef það yrði niðurstaðan.
Samningur Guehi rennur út eftir ár og getur hann þá farið frítt. Palace reyndi því að endursemja við hann en leikmaðurinn er afar ósáttur við stöðu mála og tók það ekki í mál. Hann vildi til Liverpool.
Liverpool mun reyna aftur við Guehi í janúar, eða þá að fá hann frítt næsta sumar.