fbpx
Miðvikudagur 03.september 2025
433Sport

Gleymdi að skrifa undir mikilvæg gögn – Starfsmaður hljóp til að láta dæmið ganga upp

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 3. september 2025 12:00

Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það munaði litlu að ekkert yrði að félagaskiptum Yoane Wissa til Newcastle á lokadegi félagaskiptagluggans. Fjallað er um málið í enskum miðlum.

Wissa gekk í raðir Newcastle frá Brentford á 55 milljónir punda á lokadegi gluggans. Það munaði þó aðeins sekúndum á að skiptin myndu klikka vegna mistaka leikmannsins.

Sóknarmaðurinn gleymdi nefnilega að skrifa undir mikilvægan hluta samningsins og þurfti starfsmaður félagsins að hlaupa þvert yfir æfingasvæðið til að finna hann og láta hann skrifa undir gagnið. Newcastle náði svo að skila öllu inn þegar um 30 sekúndur voru til stefnu.

Wissa reyndi að komast til Newcastle í allt sumar. Hann keyrði frá London og norður í land á gluggadeginum og fékk að lokum skiptin sem hann vildi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

KSÍ í þjálfaraleit

KSÍ í þjálfaraleit
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Mikil sorg ríkir eftir að fjölskyldufaðir lést við líkamsrækt

Mikil sorg ríkir eftir að fjölskyldufaðir lést við líkamsrækt
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Situr ekki í Brynjólfi að fá kallið seinna – „Ég var bara klár“

Situr ekki í Brynjólfi að fá kallið seinna – „Ég var bara klár“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Alvarlegar ásakanir á hendur stórstjörnu – Óhugnanlegar hótanir í kjölfar þess að hún neitaði að fara í trekant

Alvarlegar ásakanir á hendur stórstjörnu – Óhugnanlegar hótanir í kjölfar þess að hún neitaði að fara í trekant
433Sport
Í gær

Sancho sagður hafa komið í veg fyrir það að United gæti keypt Emi Martinez

Sancho sagður hafa komið í veg fyrir það að United gæti keypt Emi Martinez
433Sport
Í gær

Söguleg eyðsla á Englandi – Þetta eru upphæðirnar sem liðin eyddu á markaðnum

Söguleg eyðsla á Englandi – Þetta eru upphæðirnar sem liðin eyddu á markaðnum