fbpx
Miðvikudagur 03.september 2025
433Sport

Eldræða Gumma Ben: „Hvað í andskotanum er að ef þeir geta ekki drullast til þess?“

433
Miðvikudaginn 3. september 2025 10:13

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðmundur Benediktsson baunaði á þá sem stjórna hjá Stjörnunni í nýjasta þætti Stúkunnar á Sýn, vegna framkomu þeirra í garð gestaliða í Garðabænum.

Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA, gagnrýndi Stjörnuna harkalega eftir 3-2 tap Akureyringa á dögunum. Mikið hefur verið rætt og ritað um það undanfarin ár að liðið skili leikskýrslu inn seint og þess háttar.

„Mig langar samt að benda á að mér finnst það til skammar hvernig Stjarnan tekur á móti liðum hér á Samsung-vellinum. Leikskýrslan kemur trekk í trekk 45 mínútum fyrir leik á meðan við skilum skýrslunni af okkur klukkutíma fyrir leik.

Þeir vökva svo bara völlinn öðru megin og hundbleyta varamannaskýlið okkar. Þetta er leiðinda mind games sem er ekki mikill bragur af. Mér finnst að KSÍ eigi að taka á þessu og þetta er Stjörnunnni ekki til sóma,“ sagði Hallgrímur við Vísi/Sýn.

„Ég ætla bara að henda þessu fram: Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni og þeim sem stjórna þessu liði ef þeir geta hreinlega ekki drullast til að skila skýrslu á réttum tíma? Eru þeir að skoða hitt liðið áður en þeir ákveða hverjir eiga að vera inni hjá sér? Þetta gerðist 23, 24 og 25. Þetta gerist öll þessi ár sem þeir eru að stjórna þarna. Hvað í fjandanum er að þessu liði?“ sagði harðorður Guðmundur í Stúkunni.

Umræðuna um þetta og myndskeið má sjá hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Eiður Smári segir kostulega sögu af Auðunni Blöndal í New York – „Mig langaði að hverfa“

Eiður Smári segir kostulega sögu af Auðunni Blöndal í New York – „Mig langaði að hverfa“
433Sport
Í gær

Guðjohnsen bræður sameinuðust í Laugardalnum í gær

Guðjohnsen bræður sameinuðust í Laugardalnum í gær
Sport
Í gær

Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en verður ekki dæmt úr leik

Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en verður ekki dæmt úr leik
433Sport
Í gær

Geir stakk niður penna eftir fréttirnar um Birki í gær – „Það eitt og sér er glæsilegur vitnisburður“

Geir stakk niður penna eftir fréttirnar um Birki í gær – „Það eitt og sér er glæsilegur vitnisburður“