„Við erum allir klárir í að byrja þetta vel á föstudag,“ sagði Bjarki Steinn Bjarkason landsliðsmaður fyrir fyrsta leik HM gegn Aserbaísjan á föstudag.
Ísland er einnig með Frakklandi og Úkraínu í riðlinum og því mjög mikilvægt að taka sigur gegn Aserbaísjan heima.
„Við erum aðeins búnir að skoða þá og munum halda því áfram. Við ætlum að taka þrjú stig á móti þessu liði á heimavelli en ef við erum ekki allir klárir geta þeir refsað.“
Það er gír í leikmönnum. „Það er mjög góður andi í hópnum og alltaf gaman að hita strákana. Það er mikill ferskleiki.“
Ítarlegra viðtal er í spilaranum.