Félagaskiptaglugginn hefur lokað í stærstu deildum Evrópu en lið geta þó enn styrkt sig með leikmönnum sem eru án félags.
Þar eru nokkrir sterkir leikmenn en þar má nefna Christian Eriksen fyrrum miðjumann Manchester United.
Hakim Ziyech kantmaðurinn knái er án félags og líka Willian sem gerði vel hjá Chelsea og Fulham.
Dele Alli er án félags og sömuleiðis er Alex Oxlade-Chamberlain fyrrum miðjumaður Liverpool án félags.
Svona er draumalið leikmanna sem eru án félags.