Ederson yfirgaf Manchester City á dögunum og hélt til Galatasaray eftir farsælan feril á Englandi. Annar markvörður City gæti haldið sömu leið.
City hefur fengið tvo nýja markverði, James Trafford og Gianluigi Donnarumma, í sumar. Ederson fór í staðinn og nú gæti Stefan Ortega, varamarkvörður liðsins undanfarin ár, farið einnig.
Trabzonspor er nefnilega á eftir Þjóðverjanum, sem hefur gert afar vel þegar City hefur þurft á honum að halda undanfarin ár.
Eftir komu tveggja markvarða á kringum 50 milljónir punda í sumar er hins vegar ekkert pláss fyrir Ortega lengur.
🚨Excl | Trabzonspor are now exploring deal to sign Stefan #Ortega.
Ortega is evaluating this option. No offer yet. #MCFC
Another candidate: Deniz Ertas (Konyaspor). @SkySportDE 🇩🇪 pic.twitter.com/CUbmGBumyK
— Florian Plettenberg (@Plettigoal) September 2, 2025