fbpx
Mánudagur 29.september 2025
433Sport

Rooney öskuillur með gang mála – „Þetta er ekki Manchester United“

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 29. september 2025 12:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Wayne Rooney, goðsögn Manchester United, var afar harðorður í garð Ruben Amorim, stjóra liðsins, eftir úrslit helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni.

United tapaði 3-1 á útivelli gegn Brentford um helgina og situr í 14. sæti deildarinnar. Amorim, sem tók við af Erik ten Hag í nóvember í fyrra, er undir mikilli pressu.

„Þetta er einfaldlega ekki nógu gott, frá stjóranum, þjálfurunum, leikmönnunum, ég veit ekki hvað er í gangi. Þetta er ekki Manchester United. Ég vona að hann snúi þessu við, en miðað við það sem ég hef séð hef ég enga trú á því,“ segir Rooney.

United endaði í 15. sæti á síðasta tímabili og tapaði úrslitaleik Evrópudeildarinnar gegn Tottenham. Þrátt fyrir að hafa varið yfir 200 milljónum punda í sóknarmenn í sumar, þar á meðal Bryan Mbeumo, Matheus Cunha og Benjamin Sesko, hefur gengi liðsins ekki lagast. Liðið féll einnig úr enska deildarbikarnum gegn D-deildarliði Grimsby.

„Ég sé enga baráttu, enga karaktera, enga leikmenn sem geta unnið leiki. Ég fer á völlinn og býst við tapi. Þetta er ekki Manchester United. Það þarf skýra yfirlýsingu frá eigendunum um hvert félagið stefnir,“ segir Rooney enn fremur.

United mætir Sunderland á heimavelli um helgina en á síðan erfiðan leik gegn toppliði Liverpool eftir landsleikjahlé.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Högg í maga hins almenna Íslendings ef þetta gengur eftir

Högg í maga hins almenna Íslendings ef þetta gengur eftir
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Landsliðsmaðurinn segir framfarirnar augljósar og tekur dæmi – „Stefnan er klárlega sett á HM“

Landsliðsmaðurinn segir framfarirnar augljósar og tekur dæmi – „Stefnan er klárlega sett á HM“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Gunnar Heiðar ekki áfram í Njarðvík

Gunnar Heiðar ekki áfram í Njarðvík
433Sport
Í gær

Botnar ekki í skipulagi KSÍ – „Algjörlega galin uppsetning“

Botnar ekki í skipulagi KSÍ – „Algjörlega galin uppsetning“
433Sport
Í gær

Ótrúleg staðreynd um hörmulegt gengi Manchester United

Ótrúleg staðreynd um hörmulegt gengi Manchester United
433Sport
Í gær

Þetta þarf að gerast svo Ísrael verði hent úr leik – Bandaríkjamenn vilja ekki sjá það gerast

Þetta þarf að gerast svo Ísrael verði hent úr leik – Bandaríkjamenn vilja ekki sjá það gerast
433Sport
Í gær

Hrósar Frey í hástert – „Hann er að skapa geðveika stemningu“

Hrósar Frey í hástert – „Hann er að skapa geðveika stemningu“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Margir leikmenn United sagðir hafa fundið til með Garnacho síðustu helgi

Margir leikmenn United sagðir hafa fundið til með Garnacho síðustu helgi
433Sport
Fyrir 2 dögum

Þénar ótrúlega upphæð mánaðarlega með heimatilbúnu fullorðinsefni – Frægir foreldrar tala ekki lengur við hana

Þénar ótrúlega upphæð mánaðarlega með heimatilbúnu fullorðinsefni – Frægir foreldrar tala ekki lengur við hana