Ofurtölvan góða telur að Arsenal verði meistari eftir úrslit helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni.
Lið Mikel Arteta vann dramatískan 2-1 sigur á Newcastle í gær og er nú í 2. sæti, tveimur stigum á eftir Liverpool sem tapaði 2-1 gegn Crystal Palace á laugardag.
Samkvæmt spánni mun Arsenal safna 90 stigum og vinna deildina með sex stiga mun á undan meisturum Liverpool sem endar á 84 stigum.
Athygli vekur að Manchester United er spáð 15. sæti annað árið í röð eftir dapra byrjun liðsins.
Í botnbaráttunni er Wolves spáð síðasta sæti og að Burnley og West Ham fari niður með þeim.