Það var hiti eftir dramatískan sigur Arsenal á Newcastle á útivelli í ensku úrvalsdeildinni í gær.
Eftir að Jarred Gillett dómari flautaði til leiksloka var tekist á við hliðarlínuna. Joelinton, miðjumaður Newcastle, átti í orðaskiptum við mann í þjálfarateymi Arsenal, Miguel Molina.
Atvikið endaði með því að Joelinton ýtti Molina frá sér áður en Mikel Arteta, stjóri Arsenal, steig inn í til að draga mann sinn í burtu.
Simon Weatherstone, þjálfari hjá Newcastle, leiddi Joelinton síðan af vellinum, en áður hafði Brasilíumaðurinn einnig orðaskipti við Arteta sjálfan.
Heated row kicks off at final whistle after Arsenal’s win against Newcastle 💥 pic.twitter.com/VmvxvfCaYI
— The Sun Football ⚽ (@TheSunFootball) September 28, 2025
Nick Woltemade kom heimamönnum yfir í fyrri hálfleik með skalla eftir sendingu frá Sandro Tonali. Arsenal sótti stíft eftir hlé og á 84. mínútu jafnaði Mikel Merino með flottum skalla.
Í uppbótartíma tryggði Gabriel þeim öll stigin með góðum skalla. Með sigrinum fór Arsenal upp í annað sæti deildarinnar með 13 stig, tveimur stigum á eftir meisturum Liverpool.
Áðurnefnda uppákomu má sjá í spilaranum hér ofar.