fbpx
Mánudagur 29.september 2025
433Sport

Mikill hiti eftir dramatíkina fyrir norðan í gær – Myndband

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 29. september 2025 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það var hiti eftir dramatískan sigur Arsenal á Newcastle á útivelli í ensku úrvalsdeildinni í gær.

Eftir að Jarred Gillett dómari flautaði til leiksloka var tekist á við hliðarlínuna. Joelinton, miðjumaður Newcastle, átti í orðaskiptum við mann í þjálfarateymi Arsenal, Miguel Molina.

Atvikið endaði með því að Joelinton ýtti Molina frá sér áður en Mikel Arteta, stjóri Arsenal, steig inn í til að draga mann sinn í burtu.

Simon Weatherstone, þjálfari hjá Newcastle, leiddi Joelinton síðan af vellinum, en áður hafði Brasilíumaðurinn einnig orðaskipti við Arteta sjálfan.

Nick Woltemade kom heimamönnum yfir í fyrri hálfleik með skalla eftir sendingu frá Sandro Tonali. Arsenal sótti stíft eftir hlé og á 84. mínútu jafnaði Mikel Merino með flottum skalla.

Í uppbótartíma tryggði Gabriel þeim öll stigin með góðum skalla. Með sigrinum fór Arsenal upp í annað sæti deildarinnar með 13 stig, tveimur stigum á eftir meisturum Liverpool.

Áðurnefnda uppákomu má sjá í spilaranum hér ofar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Botnar ekki í skipulagi KSÍ – „Algjörlega galin uppsetning“

Botnar ekki í skipulagi KSÍ – „Algjörlega galin uppsetning“
433Sport
Í gær

Ótrúleg staðreynd um hörmulegt gengi Manchester United

Ótrúleg staðreynd um hörmulegt gengi Manchester United
433Sport
Fyrir 2 dögum

Margir leikmenn United sagðir hafa fundið til með Garnacho síðustu helgi

Margir leikmenn United sagðir hafa fundið til með Garnacho síðustu helgi
433Sport
Fyrir 2 dögum

Þénar ótrúlega upphæð mánaðarlega með heimatilbúnu fullorðinsefni – Frægir foreldrar tala ekki lengur við hana

Þénar ótrúlega upphæð mánaðarlega með heimatilbúnu fullorðinsefni – Frægir foreldrar tala ekki lengur við hana
433Sport
Fyrir 2 dögum

Einlægur Sævar Atli í viðtali: Ótrúlegar vikur í kjölfar vonbrigða í sumar – „Þá varð allt svolítið svart“

Einlægur Sævar Atli í viðtali: Ótrúlegar vikur í kjölfar vonbrigða í sumar – „Þá varð allt svolítið svart“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Valur lánar Ragnheiði til Hollands

Valur lánar Ragnheiði til Hollands