Víkingur fer langt með að klára Íslandsmeistaratitilinn ef liðið vinnur Stjörnuna í Bestu deild karla í kvöld.
Valur tapaði gegn Fram í gær og kvaddi toppbaráttuna í raun. Stjarnan er því síðasta von hins almenna knattspyrnuáhugamanns um að halda lífi í mótinu. Liðið er fjórum stigum á eftir Víkingi fyrir leik kvöldsins og bæði lið eiga fjóra leiki eftir.
Veðbankar hafa þó ekkert allt of mikla trú á að mótið verði á lífi eftir kvöldið. Stuðull á sigur Víkings á Lengjunni er til að mynda 1,89 en 3,16 á Stjörnuna. Stuðull á jafntefli er 3,77, en það eru úrslit sem myndu henta Víkingi vel.
Leikurinn hefst klukkan 19:15 í kvöld í Garðabæ og verður án efa rífandi stemning.