fbpx
Mánudagur 29.september 2025
433Sport

Athyglisverð staða í Hafnarfirði – „Án útskýringa lítur þetta furðulega út“

433
Mánudaginn 29. september 2025 15:30

Mynd: DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heimir Guðjónsson sagði eftir leik FH gegn Breiðabliki um helgina að hann yrði ólíklega þjálfari liðsins áfram. Þetta var til umræðu í Íþróttavikunni á 433.is í dag.

Heimir er á sínu þriðja tímabili með FH eftir að hann sneri aftur til félagsins og hefur hann gert vel, skilaði liðinu til að mynda í efri hluta Bestu deildarinnar annað árið í röð.

„Það hefur enginn talað við mig og ég veit ekki neitt. Eins og staðan er í dag þykir mér ólíklegt að ég haldi áfram. Ég hef áhuga á því að vera áfram. Við spilum í dag gegn Íslandsmeisturum og erum óheppnir að vinna ekki leikinn, höfum fengið 7 stig af 9 mögulegum gegn Breiðabliki.

Í síðustu umferð spiluðum við gegn Stjörnunni, sem hefur verið heitasta liðið í deildinni, og áttum möguleika á því að vinna þann leik. Við byrjuðum þessa vegferð í haust og höfum spilað mjög vel í seinni umferðinni en þetta er bara staðan eins og hún er í dag,“ sagði Heimir við Fótbolta.net um helgina.

„Þetta er furðulegt. Heimir hefur gert fína hluti og ekki alltaf með besta efniviðinn, en það virðist sem svo að það sé bara verið að ýta honum út,“ sagði Helgi Fannar Sigurðsson í Íþróttavikunni.

Hörður Snævar Jónsson var einnig í þættinum og tók til máls.

„Það hljóta að koma einhverjar forsendur frá FH-ingunum ef af þessu verður, svo það er svolítið erfitt að fabúlera um það þangað til. En FH var í fallbaráttu þegar Heimir kom aftur og hann hefur náð að rétta af skútuna.

Ef maður skoðar leikskýrslu FH-inga eru kannski tveir leikmenn sem maður myndi henda inn í liðið hjá Blikum. Svo að vera nokkurn veginn á pari við þá á þessu tímabili er virkilega vel gert,“ sagði hann.

„Án útskýringa frá FH-ingum lítur þetta furðulega út því Heimir hefur gert góða hluti frá því hann kom aftur,“ sagði Hörður enn fremur.

Þátturinn í heild er í spilaranum, sem og á helstu hlaðvarpsveitum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Liverpool skoðar arftaka Konate

Liverpool skoðar arftaka Konate
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Mikill hiti eftir dramatíkina fyrir norðan í gær – Myndband

Mikill hiti eftir dramatíkina fyrir norðan í gær – Myndband
433Sport
Í gær

Gunnar Heiðar ekki áfram í Njarðvík

Gunnar Heiðar ekki áfram í Njarðvík
433Sport
Í gær

Hugnast ekki hugmyndin en KSÍ veitir ekki af peningnum

Hugnast ekki hugmyndin en KSÍ veitir ekki af peningnum
433Sport
Fyrir 2 dögum

Hrósar Frey í hástert – „Hann er að skapa geðveika stemningu“

Hrósar Frey í hástert – „Hann er að skapa geðveika stemningu“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Fara í öryggisúttekt á mörgum stöðum eftir andlát vikunnar

Fara í öryggisúttekt á mörgum stöðum eftir andlát vikunnar