fbpx
Sunnudagur 28.september 2025
433Sport

Ótrúleg staðreynd um hörmulegt gengi Manchester United

Helgi Fannar Sigurðsson
Sunnudaginn 28. september 2025 09:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manchester United tapaði gegn Brentford í ensku úrvalsdeildinni í gær og heldur slakt gengi liðsins undir stjórn Ruben Amorim áfram.

Leiknum lauk 3-1 og er United nú með aðeins sjö stig eftir sex umferðir í deildinni. Kemur það í kjölfar þess að Amorim skilaði liðinu í 15. sæti í vor.

Þetta var þá sautjánda tap Portúgalans í 33 deildarleikjum. Hefur hann því tapað meirihluta leikja sinna við stjórnvölinn.

Það gekk töluvert betur hjá Amorim hjá Sporting í heimalandinu áður en hann tók við United. Þar tapaði hann aðeins fjórtán sinnum í 167 deildarleikjum.

Ekki er ljóst hvort sæti Amorim sé farið að hitna af alvöru, en ljóst er að margir stuðningsmenn United eru komnir með nóg.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Langskotið og dauðafærið – Græðir þú pening um helgina?

Langskotið og dauðafærið – Græðir þú pening um helgina?
433Sport
Í gær

Einlægur Sævar Atli í viðtali: Ótrúlegar vikur í kjölfar vonbrigða í sumar – „Þá varð allt svolítið svart“

Einlægur Sævar Atli í viðtali: Ótrúlegar vikur í kjölfar vonbrigða í sumar – „Þá varð allt svolítið svart“
433Sport
Í gær

Lykilmaður United missti ástvin og verður ekki með

Lykilmaður United missti ástvin og verður ekki með
433Sport
Í gær

Arne Slot segir að um falsfrétt hafi verið að ræða – „Hjá þessu félagi má gera mistök án þess að fá sekt“

Arne Slot segir að um falsfrétt hafi verið að ræða – „Hjá þessu félagi má gera mistök án þess að fá sekt“
433Sport
Í gær

Umdeild skoðun frá umdeildum manni – Telur að morðið á Kirk sé stærra fyrir söguna en morðið á Martin Luther King

Umdeild skoðun frá umdeildum manni – Telur að morðið á Kirk sé stærra fyrir söguna en morðið á Martin Luther King
433Sport
Í gær

Vondar fréttir af Cole Palmer sem fær hvíld næstu vikurnar

Vondar fréttir af Cole Palmer sem fær hvíld næstu vikurnar