Helgi Fannar Sigurðsson og Hörður Snævar Jónsson gerðu upp vikuna og horfðu í framhaldið í Íþróttavikunni á 433.is.
Gylfi Þór Sigurðsson skoraði og átti frábæran leik í 2-1 sigri á Fram um síðustu helgi, sigri sem veitti Víkingum 4 stiga forskot á toppnum eftir umferðina.
„Þetta er ástæðan fyrir því að Víkingar voru til í að leggja allar þessar milljónir á borðið fyrir 36 ára gamlan mann, hann vinnur svona leiki fyrir þig,“ sagði Hörður, en Gylfi kom auðvitað frá Val í vetur.
„Hann var frábær í leiknum. Hann er að eiga mjög margar góðar frammistöður í leikjum undanfarið. Þess vegna var Kári Árnason sennilega til í að borga 20-25 milljónir fyrir hann, hann vissi að það væru leikir sem hann gæti klárað fyrir þig.
Ef Gylfi væri í Val, væri pendúllinn þá ekki í hina áttina?“ sagði hann enn fremur.
Þátturinn í heild er í spilaranum.