Helgi Fannar Sigurðsson og Hörður Snævar Jónsson gerðu upp vikuna og horfðu í framhaldið í Íþróttavikunni á 433.is.
Það komu fréttira af því í vikunni að fundað hafi verið um það meðal æðstu manna fótboltaheimsins að fjölga liðum á HM karla úr 48 liðum í 64.
Næsta mót verður það fyrsta sem telur 48 lið og er rætt um að fjölga svo enn frekar á mótinu í kjölfarið.
„Mér finnst 48 of mikið og 64 líka, en kannski á maður bara að fagna þessu sem Íslendingur. Þá gerum við bara kröfu á að við förum alltaf á HM,“ sagði Hörður um málið.
EM var fyrir níu árum stækkað úr 16 liðum í 24. Ísland fór inn á það mót og svo HM tveimur árum síðar.
„Við hefðum farið inn á EM án stækkunnar og 32 liða HM. En það er peningar þarna í boði sem sjaldnast koma inn og knattspyrnusambandið væri alveg til í að vera inni á HM hverju sinni.“
Þátturinn í heild er í spilaranum.