Að loknu yfirstandi leiktímabili mun Nik Chamberlain láta af störfum þjálfara meistaraflokks kvenna hjá Breiðabliki. Á nýju ári mun Nik taka við starfi aðalþjálfara kvennaliðs Kristianstads DFF í sænsku úrvalsdeildinni.
Nik hefur stýrt liði Breiðabliks undanfarin tvö keppnistímabil. Undir hans stjórn varð Breiðablik Íslandsmeistari árið 2024 eftir eftirminnilegan úrslitaleik við Val á Hlíðarenda.
Í ár stýrði hann svo liðinu til bikarmeistaratitils eftir sigur á FH í úrslitaleik og þá er einungis dagaspursmál hvenær Íslandsmeistaratitillinn verður aftur tryggður. Það er því ljóst að Nik mun skilja eftir sig stórt skarð, sem verður vandfyllt.