fbpx
Laugardagur 27.september 2025
433Sport

United hugar að breytingum á nýja vellinum – Sleppa líklega sirkustjaldinu

Hörður Snævar Jónsson
Laugardaginn 27. september 2025 07:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manchester United hefur dregið upp nýjar hugmyndir að nýjum leikvangi og gæti hætt við umdeilt þak sem átti að mynda hluta af nýju Old Trafford.

Í mars kynntu United stórhuga áætlun um nýjan 100.000 sæta leikvang að andvirði 2 milljarða punda í samstarfi við arkitektana Foster + Partners. Þak leikvangsins, kallað „risastórt regnhlífarþak“, var lykilatriði í frumhugmyndinni og átti að tákna þrífork djöfulsins í merki félagsins.

En hönnunin féll ekki í kramið hjá öllum, sumir líktu þakinu við sirkustjald og bentu á að það passaði hvorki við sögu félagsins né borgarlínu Manchester.

Nú er félagið farið að skoða hefðbundnari hönnun, án þaksins. Ástæðan tengist erfiðleikum við að kaupa land af Freightliner, sem á mikilvægt svæði við núverandi leikvang. Félagið krefst 400 milljóna punda, en United hafði gert ráð fyrir að greiða 50 milljónir.

Þar sem samkomulag hefur ekki náðst, eru United nú að skoða einfaldari og hagkvæmari hönnun. Þakið hefði kostað um 300–400 milljónir punda en var fyrst og fremst fagurfræðilegt, fremur en hagnýtt.

Félagið útilokar þó ekki alveg upphaflegu hugmyndina.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Liverpool vill franska landsliðsmanninn frítt næsta sumar

Liverpool vill franska landsliðsmanninn frítt næsta sumar
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Sparkaði frúnni út vegna tarotspila og kakó athafna – Virðist enginn leið til baka

Sparkaði frúnni út vegna tarotspila og kakó athafna – Virðist enginn leið til baka
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Katie Price sviptir hulunni af fræga manninum sem kunni ekkert í rúminu – „Hann minnti mig á rauða Bosch vél sem ég á í bílskúrnum“

Katie Price sviptir hulunni af fræga manninum sem kunni ekkert í rúminu – „Hann minnti mig á rauða Bosch vél sem ég á í bílskúrnum“
433Sport
Í gær

Heimskan gæti kostað hann 80 milljónir

Heimskan gæti kostað hann 80 milljónir
433Sport
Í gær

Þór/KA bjargaði sér frá falli – Stjarnan eyðilagði partý í Kópavogi

Þór/KA bjargaði sér frá falli – Stjarnan eyðilagði partý í Kópavogi
433Sport
Í gær

Sævar Atli skoraði í tapi gegn Hákoni – Sverrir Ingi byrjaði í frábærum sigri

Sævar Atli skoraði í tapi gegn Hákoni – Sverrir Ingi byrjaði í frábærum sigri