fbpx
Laugardagur 27.september 2025
433Sport

Tjáir sig í fyrsta sinn um þá ásökun að hann sé nauðgari – „Það særir mig, sérstaklega þegar þetta eru lygar“

Hörður Snævar Jónsson
Laugardaginn 27. september 2025 12:00

Hakimi og Abouk fyrrum eiginkona hans.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjarna Paris Saint-Germain og landsliðsmaður Marokkó, Achraf Hakimi, hefur tjáð sig opinberlega í fyrsta sinn eftir að hann var formlega ákærður fyrir kynferðisbrot í Frakklandi.

Franska ákæruvaldið hefur nú óskað eftir því að málið fari fyrir dómstóla, en Hakimi var fyrst ákærður 3. mars 2023 vegna nauðgunar og var látinn laus gegn tryggingu undir eftirliti lögreglu. Atvikið átti að hafa átt sér stað 25. febrúar 2023.

Samkvæmt Le Parisien sagðist 24 ára kona hafa hitt Hakimi í gegnum Instagram í janúar 2023 og að hann hafi pantað fyrir hana Uber að heimili sínu í Boulogne-Billancourt. Þar kveðst hún hafa orðið fyrir kynferðislegu áreiti og síðar nauðgun, þrátt fyrir mótmæli hennar.

Hakimi neitar alfarið sök og sagði í viðtali við Canal+ í Frakklandi: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef upplifað. Mesta höggið sem ég hef fengið.“

„Það er erfitt fyrir fjölskylduna mína og börnin mín. Þau eru ung og skilja ekki hvað er verið að skrifa. En einn daginn munu þau lesa þetta og það særir mig, sérstaklega þegar þetta eru lygar.“

Ef Hakimi verður sakfelldur, gæti hann átt yfir höfði sér allt að 15 ára fangelsisdóm. Hann bætir við: „Ég veit að ég hef ekki gert neitt. Ég lagði sjálfur til að tala við lögregluna og gaf þeim allt sem þeir þurftu, þar með talið DNA. Ég er rólegur og treysti á réttlætið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Reyna að selja Vlahovic í janúar – Tvö ensk stórlið á eftir honum

Reyna að selja Vlahovic í janúar – Tvö ensk stórlið á eftir honum
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Breytingar hjá Amorim urðu til þess að ungir leikmenn rugluðust – Urðu að taka Uber

Breytingar hjá Amorim urðu til þess að ungir leikmenn rugluðust – Urðu að taka Uber
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Umdeild skoðun frá umdeildum manni – Telur að morðið á Kirk sé stærra fyrir söguna en morðið á Martin Luther King

Umdeild skoðun frá umdeildum manni – Telur að morðið á Kirk sé stærra fyrir söguna en morðið á Martin Luther King
433Sport
Í gær

Aðeins 17 ára en fær 360 prósenta launahækkun hjá Liverpool

Aðeins 17 ára en fær 360 prósenta launahækkun hjá Liverpool
433Sport
Í gær

Nýr þáttur af Íþróttavikunni: Stór umferð framundan í þeirri Bestu – Sævar Atli á línunni frá Lille

Nýr þáttur af Íþróttavikunni: Stór umferð framundan í þeirri Bestu – Sævar Atli á línunni frá Lille
433Sport
Í gær

Heimskan gæti kostað hann 80 milljónir

Heimskan gæti kostað hann 80 milljónir
433Sport
Í gær

Varð brjálaður í skapinu og kastaði skóm í átt að Mourinho

Varð brjálaður í skapinu og kastaði skóm í átt að Mourinho