Cristiano Ronaldo virtist tileinka látnum föður sínum mark sem hann skoraði fyrir Al-Nassr í mikilvægu leik í sádiarabísku úrvalsdeildinni á föstudagskvöld.
Portúgalska goðsögnin, sem er nú 40 ára, skoraði með skalla og kom liði sínu í 2-0 gegn toppliði deildarinnar, eftir að Sadio Mané hafði opnað markareikninginn.
Eftir markið leit Ronaldo til himins og benti upp í virðingarskyni við föður sinn, Jose Dinis Aveiro, sem lést fyrir meira en 20 árum síðan.
Jose lést úr lifrarsýkingu þann 6. september 2005, þegar Ronaldo var aðeins 20 ára gamall. Á næstu dögum, þann 30. september, hefði Jose orðið 72 ára.
Ronaldo hefur í gegnum tíðina oft heiðrað föður sinn í gegnum fótboltann og viðurkennt að hann hugsi mikið til hans enn þann dag í dag.
Í fyrra tileinkaði hann mark gegn Al-Rayyan í Meistaradeild Asíu föður sínum og sagði: „Mark dagsins er mér sérstakt… Ég vildi óska að pabbi væri á lífi, því í dag er afmælisdagur hans.“
Cristiano Ronaldo's positioning in the box is a skill that's so underated man, no striker reads the game better
— Preeti (@MadridPreeti) September 26, 2025