Harry Kane skrifaði sig í sögubækurnar á föstudagskvöld þegar hann skoraði tvívegis fyrir Bayern München í 4-0 sigri á Werder Bremen í þýsku Bundesligunni.
Enska landsliðsfyrirliðinn skoraði úr vítaspyrnu á 45. mínútu og bætti við öðru marki í seinni hálfleik. Jonathan Tah og Konrad Laimer gerðu hin mörkin í öruggum sigri Bayern á Allianz Arena.
Þrátt fyrir að hafa endað í 13. sæti í Ballon d’Or kosningunni fyrr í vikunni, á eftir leikmönnum eins og Ousmane Dembélé sem vann verðlaunin, þá var þetta kvöld sannarlega mun betra fyrir Kane en mánudagurinn.
Með öðru marki sínu varð Kane fljótasti leikmaðurinn til að ná 100 mörkum fyrir félagslið í efstu fimm deildum Evrópu í aðeins 104 leikjum. Hann bætti þar með met Cristiano Ronaldo og Erling Haaland, sem þurftu 105 leiki til að ná sama fjölda.
Kane hefur byrjað tímabilið 2025/26 frábærlega með 13 mörk og 3 stoðsendingar í aðeins sjö leikjum.