fbpx
Laugardagur 27.september 2025
433Sport

Kane bætti met Ronaldo og Haaland – Enginn hélt að þetta yrði afrekað

Hörður Snævar Jónsson
Laugardaginn 27. september 2025 21:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Harry Kane skrifaði sig í sögubækurnar á föstudagskvöld þegar hann skoraði tvívegis fyrir Bayern München í 4-0 sigri á Werder Bremen í þýsku Bundesligunni.

Enska landsliðsfyrirliðinn skoraði úr vítaspyrnu á 45. mínútu og bætti við öðru marki í seinni hálfleik. Jonathan Tah og Konrad Laimer gerðu hin mörkin í öruggum sigri Bayern á Allianz Arena.

Þrátt fyrir að hafa endað í 13. sæti í Ballon d’Or kosningunni fyrr í vikunni, á eftir leikmönnum eins og Ousmane Dembélé sem vann verðlaunin, þá var þetta kvöld sannarlega mun betra fyrir Kane en mánudagurinn.

Með öðru marki sínu varð Kane fljótasti leikmaðurinn til að ná 100 mörkum fyrir félagslið í efstu fimm deildum Evrópu í aðeins 104 leikjum. Hann bætti þar með met Cristiano Ronaldo og Erling Haaland, sem þurftu 105 leiki til að ná sama fjölda.

Kane hefur byrjað tímabilið 2025/26 frábærlega með 13 mörk og 3 stoðsendingar í aðeins sjö leikjum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Breytingar hjá Amorim urðu til þess að ungir leikmenn rugluðust – Urðu að taka Uber

Breytingar hjá Amorim urðu til þess að ungir leikmenn rugluðust – Urðu að taka Uber
433Sport
Í gær

Umdeild skoðun frá umdeildum manni – Telur að morðið á Kirk sé stærra fyrir söguna en morðið á Martin Luther King

Umdeild skoðun frá umdeildum manni – Telur að morðið á Kirk sé stærra fyrir söguna en morðið á Martin Luther King
433Sport
Í gær

Sparkaði frúnni út vegna tarotspila og kakó athafna – Virðist enginn leið til baka

Sparkaði frúnni út vegna tarotspila og kakó athafna – Virðist enginn leið til baka
433Sport
Í gær

Eigendur Liverpool nálgast kaup á stóru félagi á Spáni

Eigendur Liverpool nálgast kaup á stóru félagi á Spáni