fbpx
Laugardagur 27.september 2025
433Sport

Áttu hreinskilin samtöl eftir að Real Madrid sagan fór á flug

Hörður Snævar Jónsson
Laugardaginn 27. september 2025 14:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikel Arteta, stjóri Arsenal, hefur staðfest að hann hafi átt hreinskilin samtöl við William Saliba vegna orðróms um áhuga Real Madrid á varnarmanninum.

Saliba svaraði með því að hann vildi vera áfram hjá Arsenal og Sky Sports News greinir frá því að leikmaðurinn hafi nú samþykkt nýjan fimm ára samning til ársins 2030.

Saliba, sem hefur fest sig í sessi sem einn besti miðvörður Evrópu, vakti athygli Real Madrid fyrr á þessu ári. Arteta ákvað því að ræða við Frakkann beint um framtíð hans.

„Ég var mjög hreinskilinn við hann,“ sagði Arteta.

„Þegar þú heyrir svona sögur, þá skilurðu væntingar fólks. Sumir hafa alist upp með ákveðna drauma og það er eðlilegt. Ég settist niður með William og spurði hann beint. Hann sagði: ‘Nei, ég vil vera hér og spila fyrir þig. Ég er mjög hamingjusamur eins og alltaf.’ Það var frábært að heyra.“

Saliba hefur verið lykilmaður í vörn Arsenal og nýi samningurinn undirstrikar að félagið ætlar sér stóra hluti með hann í framtíðinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Sparkaði frúnni út vegna tarotspila og kakó athafna – Virðist enginn leið til baka

Sparkaði frúnni út vegna tarotspila og kakó athafna – Virðist enginn leið til baka
433Sport
Í gær

Eigendur Liverpool nálgast kaup á stóru félagi á Spáni

Eigendur Liverpool nálgast kaup á stóru félagi á Spáni
433Sport
Í gær

Arne Slot staðfestir hræðilegar fréttir – „Það eru engir jákvæðir punktar í þessu“

Arne Slot staðfestir hræðilegar fréttir – „Það eru engir jákvæðir punktar í þessu“
433Sport
Í gær

Katie Price sviptir hulunni af fræga manninum sem kunni ekkert í rúminu – „Hann minnti mig á rauða Bosch vél sem ég á í bílskúrnum“

Katie Price sviptir hulunni af fræga manninum sem kunni ekkert í rúminu – „Hann minnti mig á rauða Bosch vél sem ég á í bílskúrnum“