Valur hefur lánað hina afar efnilegu Ragnheiði Þórunni Jónsdóttur til PEC Zwolle í efstu deild Hollands.
Ragnheiður er á 18. aldursári og er á öðru tímabili með Val, þar sem hún var í stóru hlutverki.
Nú tekur hún skrefið til Zwolle, sem er með þrjú stig eftir tvo leiki af hollensku deildinni.
Tilkynning Vals
Valur hefur lánað hina bráðefnilegu Ragnheiði Þórunni Jónsdóttur til hollenska úrvalsdeildarliðsins PEC Zwolle.
Lánssamningurinn gildir út þetta tímabil en Ragnheiður sem er fædd árið 2007 kom til okkar frá Haukum fyrir síðasta tímabil.
Hún hefur verið í lykilhlutverki í sumar og skorað 5 mörk í Bestu deildinni en Ragnheiður er samningsbundin Val út tímabilið 2027.
Við óskum henni góðs gengis í Hollandi og erum ekki í nokkrum vafa um að hún muni nýtast liði PEC Zwolle vel og koma til baka sem enn betri leikmaður.