Stuðningsmenn Chelsea eru æfir vegna ákvörðunar félagsins um að hækka miðaverð verulega fyrir leikinn gegn Benfica í Meistaradeildinni á næsta þriðjudag sem markar endurkomu José Mourinho á Stamford Bridge.
Mourinho, sem var nýverið ráðinn þjálfari Benfica, mun stýra liði sínu í sínum fyrsta Meistaradeildarleik í nýja starfinu og sá leikur fer fram í London, þar sem hann sjálfur skapaði sér nafn sem „The Special One“.
En sú endurkoma hefur ekki fallið öllum í kramið því Chelsea ákvað að flokka leikinn sem „Category AA“ leik, sem þýðir að almennt miðaverð fyrir fullorðna geta orðið allt að £83 pundum (um 14.000 krónur).
Auk þess eru færri miðar með afslætti fyrir börn og eldri borgara í þessum verðflokki, sem gerir stuðningsmönnum erfiðara fyrir að sækja leikinn, sérstaklega með svo stuttum fyrirvara.
Félagið tilkynnti þessa breytingu aðeins viku fyrir leikinn, sem hefur valdið mikilli gremju meðal stuðningsmanna.
„Ég er algjörlega brjálaður,“ sagði stuðningsmaðurinn David Johnson í samtali við The Telegraph.
„Og þetta snýst ekki bara um Chelsea. Þetta snýst um fótbolta almennt. Þetta er algjörlega út úr korti.“
Margir hafa gagnrýnt félagið fyrir að misnota tilefnið, endurkomu Mourinho og græða sem mest.