Savinho er að skrifa undir nýjan samning við Manchester City.
Brasilíumaðurinn er á sínu öðru tímabili í Manchester en var orðaður við brottför í sumar eftir erfitt fyrsta tímabil.
City ákvað þó að halda leikmanninum þrátt fyrir að tilboð hafi borist frá Tottenham í hann.
Nú ætlar félagið að gera gott betur og gefa Savinho nýjan og betri samning. Er hann inni í framtíðaráætlunum félagsins.
Savinho hefur ekki byrjað leik í ensku úrvalsdeildinni það sem af er leiktíð, en hann er að stíga upp úr meiðslum.
🚨🔵 EXCLUSIVE: Manchester City are closing in on agreement over new deal for Savinho!
Contract talks at advanced, final stages with Brazilian winger to stay at #MCFC for long term.
Follows City decision to turn down two bids from Tottenham. pic.twitter.com/vWRHC4UwMR
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) September 25, 2025