Bayern Munchen, Chelsea og Manchester United eru með augastað á Dusan Vlahovic fyrir janúargluggann samkvæmt ítalska blaðinu Gazzetta dello Sport.
Vlahovic á ekki lengur fast sæti í byrjunarliði Juventus eftir komu Jonathan David og Lois Openda í sumar. Félagið vill því fá inn pening fyrir hann og losa hann af launaskrá.
Serbneski framherjinn er þó eftirsóttur, enda gert vel og skorað nokkur mörk eftir að hafa komið inn af bekknum á leiktíðinni. Fylgjast áðurnefnd stórlið vel með honum.
Vlahovic á tæp tvö ár eftir af samningi sínum við Juventus og finnst félaginu mikilvægt að selja hann í janúar, í stað þess að þurfa að láta hann fara á afslætti næsta sumar eða frítt árið eftir.