fbpx
Föstudagur 26.september 2025
433Sport

Mourinho segir þessi tíðindi tómt kjaftæði

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 26. september 2025 19:00

Mourinho/ GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jose Mourinho, nýr stjóri portúgalska stórliðsins Benfica, útilokar að fá Karim Benzema til félagsins.

Benzema, sem er á mála hjá Al-Ittihad í Sádi-Arabíu, var orðaður við Benfica eftir að Mourinho tók við, en þeir unnu auðvitað saman hjá Real Madrid.

„Hann verður áfram þar. Hann er ánægður, hefur unnið titla og þénar vel,“ segir Mourinho hins vegar.

„Þegar þú ferð frá efsta stigi fótboltans og til Sádí á þessum aldri held ég að markmiðið sé ekki að snúa aftur. Það er annað með unga leikmenn sem fara í 2-3 ár og koma aftur.“

Benzema er á sínu þriðja tímabili með Al-Ittihad, í kjölfar stórkostlegs tíma hjá Real Madrid.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Liverpool vill franska landsliðsmanninn frítt næsta sumar

Liverpool vill franska landsliðsmanninn frítt næsta sumar
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Sparkaði frúnni út vegna tarotspila og kakó athafna – Virðist enginn leið til baka

Sparkaði frúnni út vegna tarotspila og kakó athafna – Virðist enginn leið til baka
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Þór/KA bjargaði sér frá falli – Stjarnan eyðilagði partý í Kópavogi

Þór/KA bjargaði sér frá falli – Stjarnan eyðilagði partý í Kópavogi
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Sævar Atli skoraði í tapi gegn Hákoni – Sverrir Ingi byrjaði í frábærum sigri

Sævar Atli skoraði í tapi gegn Hákoni – Sverrir Ingi byrjaði í frábærum sigri
433Sport
Í gær

Opnar sig um gríðarlegt áfengisvandamál og segir frá hvað hann gerði – „Trúi því í alvöru að ef hún væri ekki til staðar, þá væri ég dáinn“

Opnar sig um gríðarlegt áfengisvandamál og segir frá hvað hann gerði – „Trúi því í alvöru að ef hún væri ekki til staðar, þá væri ég dáinn“
433Sport
Í gær

Segir að Abramovich hafi verið mjög krefjandi eigandi að vinna fyrir – Segir frá morgni með honum

Segir að Abramovich hafi verið mjög krefjandi eigandi að vinna fyrir – Segir frá morgni með honum