Samkvæmt Bild í Þýskalandi ætlar Liverpool að reyna að fá Dayot Upamecano miðvörð Bayern næsta sumar.
Upamecano getur þá komið frítt til félagsins en hann er 26 ára gamall.
Upamecano hefur átt góð ár hjá Bayern en er sagður spenntur fyrir nýrri áskorun, hann er einnig orðaður við Real Madrid.
Upamecano er franskur landsliðsmaður og hefur átt góðu gengi að fagna undanfarið.
Bayern hefur ekki viljað bjóða Upamecano þau laun sem hann vill fá og gæti hann verið góður kostur fyrir Liverpool næsta sumar