fbpx
Föstudagur 26.september 2025
433Sport

Einlægur Sævar Atli í viðtali: Ótrúlegar vikur í kjölfar vonbrigða í sumar – „Þá varð allt svolítið svart“

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 26. september 2025 21:30

Mynd: Brann

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sævar Atli Magnússon skoraði fyrir Brann í sínum fyrsta leik í deildarkeppni Evrópudeildarinnar gegn Lille í gærkvöldi. Þó markið hafi ekki dugað til að ná í stig fyrir norska liðsins var það stór stund fyrir íslenska landsliðsmanninn.

„Það er risastórt. Ég er búinn að vera að skora og kem með sjálfstraust inn í leikinn. En ég bjóst ekki við þessu fyrir nokkrum árum, að spila í Evrópudeildinni, hvað þá þegar ég féll með Lyngby, þá varð allt svolítið svart. En þetta er held ég mitt stærsta mark hingað til,“ segir Sævar við 433.is.

Sævar gekk í raðir Brann frá danska liðinu Lyngby í sumar og fer frábærlega af stað undir stjórn Freys Alexanderssonar þjálfara. Hefur hann fært samlanda sinn framar á völlinn á ný og er Sævar kominn með níu mörk fyrir liðið.

„Ég er í liði sem er miklu meira inni í teig andstæðinganna og búinn að fá miklu fleiri færi en nokkurn tímann hjá Lynbgy. Ég er búinn að bæta mig mikið fyrir framan markið. Þetta er bara allt annar fótbolti. Í Lyngby lögðum við upp með að verja markið okkar í hverjum leik og unnum út frá því. Núna erum við að stýra nánast öllum leikjum, sérstaklega í deildinni.“

Sævari líður afar vel hjá Brann. Fékk hann leikheimild með liðinu í byrjun júlí en var mættur fyrr frá Danmörku, kynnti sér aðstæður leikmannahópinn og fleira.

„Ég kom aðeins fyrr var búinn að æfa með liðinu í 2 vikur og ég held að það hafi hjálpað mjög mikið í stað þess að hoppa strax inn og fara að spila. Ég fékk aðeins að kynnast öllum og svo skoraði ég náttúrulega í fyrsta leiknum. Ég var smá stressaður í byrjun því það er mikilvægt að byrja vel í öllu sem þú gerir. Þetta er búið að vera geggjað og verður bara betra og betra. Ég er spenntur fyrir framhaldinu.“

Stuðningsmenn Brann eru blóðheitir og borgin sem liðið er í, Bergen, er mikil fótboltaborg.

„Bergen er eins og landslið. Við erum með okkar eigin þjóðsöng fyrir hvern heimaleik og maður labbar um í bænum og það er eins og maður sé einhver Premier League stjarna, sem ég upplifi mig alls ekki sem. Maður finnur líka fyrir pressu frá þeim, þeir vilja að við séum við toppinn og spilum góðan fótbolta. Það er líka bara hollt.“

Nánar er rætt við Sævar í spilaranum. Viðtalið var hluti af þættinum Íþróttavikan hér á síðunni og má einnig finna hann á helstu hlaðvarpsveitum. Samtalið við Sævar hefst eftir 47:30 mínútur af þættinum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Umdeild skoðun frá umdeildum manni – Telur að morðið á Kirk sé stærra fyrir söguna en morðið á Martin Luther King

Umdeild skoðun frá umdeildum manni – Telur að morðið á Kirk sé stærra fyrir söguna en morðið á Martin Luther King
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Vondar fréttir af Cole Palmer sem fær hvíld næstu vikurnar

Vondar fréttir af Cole Palmer sem fær hvíld næstu vikurnar
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Varð brjálaður í skapinu og kastaði skóm í átt að Mourinho

Varð brjálaður í skapinu og kastaði skóm í átt að Mourinho
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

United hefur áhuga á Kane – Tottenham opnar dyrnar

United hefur áhuga á Kane – Tottenham opnar dyrnar