Manchester United og Liverpool hafa bæði áhuga á Gleison Bremer, miðverði Juventus, samkvæmt fréttum frá Ítalíu.
Bremer hefur verið lykilmaður Juventus undanfarin ár og vakið athygli stærri félaga. United og Liverpool eru sögð hafa fylgst með honum í einhvern tíma.
Juventus er opið fyrir því að selja Bremer fyrir rétt verð. Er það talið á milli 60 og 70 milljóna punda.
Bremer er 28 ára gamall og á hann fimm A-landsleiki að baki fyrir Brasilíu. Lék hann með nágrönnum Juventus í Torino áður.