fbpx
Fimmtudagur 25.september 2025
433Sport

Trump mun beita sér gegn útilokun Ísrael frá þátttöku

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 25. september 2025 13:30

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Donald Trump Bandaríkjaforseti mun grípa til aðgerða til að koma í veg fyrir að Ísrael verði útilokað úr alþjóðlegum fótboltakeppnum.

Samkvæmt fréttum mun framkvæmdastjórn UEFA funda í næstu viku um hvort Ísrael verði vikið úr öllum evrópskum keppnum vegna átakanna á Gasa. Heimildir The Times herma að meirihluti stjórnarmanna sé hlynntur því að Ísrael verði bannað.

Sameinuðu þjóðirnar hafa einnig þrýst á bæði FIFA og UEFA að grípa til slíkra aðgerða. Sérfræðinganefnd SÞ telur að Ísrael hafi gerst sek um þjóðarmorð í Gaza, ásökunum sem Ísrael hafnar alfarið.

Trump hefur verið nátengdur skipulagi HM 2026, sem haldið verður í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada. Nú hefur hann, í samráði við utanríkisráðherra sinn Marco Rubio, lýst yfir að Bandaríkin muni beita sér gegn útilokun Ísraels.

„Við munum gera allt til að stöðva tilraunir til að banna Ísrael frá heimsmeistaramótinu,“ sagði talsmaður bandaríska utanríkisráðuneytisins.

Ísrael er sem stendur í þriðja sæti í sínum riðli í undankeppni HM 2026.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Snýr Gerrard aftur?
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Staðfestir að þeir reyni við Bruno Fernandes næsta sumar

Staðfestir að þeir reyni við Bruno Fernandes næsta sumar
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Alonso með augastað á Evrópumeistara

Alonso með augastað á Evrópumeistara
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Allt eftir bókinni í deildabikarnum

Allt eftir bókinni í deildabikarnum
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Tilkynna um andlát ungs manns í sorglegri yfirlýsingu

Tilkynna um andlát ungs manns í sorglegri yfirlýsingu
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Gylfi Orra mun taka út frammistöðu dómarans í Evrópuleik Daníels Guðjohnsen í kvöld

Gylfi Orra mun taka út frammistöðu dómarans í Evrópuleik Daníels Guðjohnsen í kvöld
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Fréttir sem stuðningsmenn Liverpool fagna

Fréttir sem stuðningsmenn Liverpool fagna
433Sport
Í gær

Nýjar UEFA reglur opna dyrnar fyrir Chiesa inn í Meistaradeildina

Nýjar UEFA reglur opna dyrnar fyrir Chiesa inn í Meistaradeildina
433Sport
Í gær

Segir ástandið hjá Inter Miami ömurlegt vegna Messi – Allir að hætta og pabbi hans stjórnar öllu

Segir ástandið hjá Inter Miami ömurlegt vegna Messi – Allir að hætta og pabbi hans stjórnar öllu