Donald Trump Bandaríkjaforseti mun grípa til aðgerða til að koma í veg fyrir að Ísrael verði útilokað úr alþjóðlegum fótboltakeppnum.
Samkvæmt fréttum mun framkvæmdastjórn UEFA funda í næstu viku um hvort Ísrael verði vikið úr öllum evrópskum keppnum vegna átakanna á Gasa. Heimildir The Times herma að meirihluti stjórnarmanna sé hlynntur því að Ísrael verði bannað.
Sameinuðu þjóðirnar hafa einnig þrýst á bæði FIFA og UEFA að grípa til slíkra aðgerða. Sérfræðinganefnd SÞ telur að Ísrael hafi gerst sek um þjóðarmorð í Gaza, ásökunum sem Ísrael hafnar alfarið.
Trump hefur verið nátengdur skipulagi HM 2026, sem haldið verður í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada. Nú hefur hann, í samráði við utanríkisráðherra sinn Marco Rubio, lýst yfir að Bandaríkin muni beita sér gegn útilokun Ísraels.
„Við munum gera allt til að stöðva tilraunir til að banna Ísrael frá heimsmeistaramótinu,“ sagði talsmaður bandaríska utanríkisráðuneytisins.
Ísrael er sem stendur í þriðja sæti í sínum riðli í undankeppni HM 2026.