Stjarnan skemmdi partý í Kópavogi í kvöld og vann 1-2 sigur Breiðablik í Smáranum í kvöld. Blikar hefðu með sigri orðið Íslandsmeistarar.
Blikar gátu tryggt sér titilinn eftir 1-1 jafntefli FH og Vals en tókst það ekki en fær fjögur tækifæri í viðbót til að vinna þann stóra.
Þróttur vann rosalegan 3-2 sigur á Víkingi þar sem Kayla Marie Rollin skoraði tvö mörk í uppbótartíma og tryggði Þrótti sigurinn en liðið var manni færri.
Í neðri hlutanum vann Þór/KA 3-0 sigur á Tindastóli og bjargaði sér þar með frá falli en Tindastóll situr í fallsæti.